Verk Þórdísar hafa hlotið tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Maístjörnunnar. Hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2021. Veturinn 2019-20 var hún Leikskáld Borgarleikhússins.

Þórdís er meðlimur í höfundakollektífinu Svikaskáldum.

Nýjasta bók hennar er Armeló (2023). Skáldsaga með vinnutitilinn Lausaletur er væntanleg haustið 2025.

(Mynd Saga Sig.)