Gínurnar

Stilla úr Krókódílastræti eftir Quay bræður

Stilla úr Krókódílastræti eftir Quay bræður

„Skaparinn,“ sagði faðir minn, „hafði ekki einkarétt á því að skapa, því sköpunarkrafturinn er öllum öndum gefinn. Efnið er gætt takmarkalausri frjósemi, óþrotlegum lífskrafti, og jafnframt seiðmögnuðum hæfileika til að freista okkar til frekari sköpunar. Í djúpum efnisins leynast ógreinilegar brosviprur, þar magnast spenna, og frumgerðir sköpunar myndast. Allur efnismassinn er þrunginn óendanlegum möguleikum sem fara um hann leyndum hrolli. Hann er allur á iði þar sem hann bíður eftir lífsanda skapara síns, á stöðugri hreyfingu. Hann freistar okkar með þúsundum hugljúfra og ávalra mjúkra forma sem hann í blindni sinni dreymir um.

[…]

„Efnið er auðsveipast og varnarlausast af öllu sköpunarverkinu. Allir geta elt það og mótað. Það lýtur vilja okkar allra. Þó verður það ekki mótað í eitt skipti fyrir öll, það tekur breytingum og fer auðveldlega úr böndunum. Ekkert neikvætt felst í því að breyta lífi í ný og óæðri form. Að myrða er ekki synd. Stundum er það nausynleg valdbeiting gagnvart þrjóskum og steinrunnum lífsformum sem maður hefur ekki lengur gaman af.”

Krókódílastræti – Bruno Szhulz

Leave a comment