Stjúpsystir mín
steypir grímur
og réttir mér drykkjarhorn
þegar ég er þyrst.
Hún vill mig ekki feiga.
Hún vill bara að ég safni saman
öllu korninu í konungsríkinu
fyrir sólarupprás.
Og að ég muni að slökkva á gasinu.
Þegar stjúpsystir mín
setur upp eftirlætisgrímuna sína
er bara hægt að þekkja okkur í sundur
á apaaugunum.
Hún horfir í mig eins og spegil
áður en hún fer út
og setur hinn endann
ofan í myrkrið í höfninni.