Ljóð í lok vikunnar: Síðan tók það skeið enda

Síðan tók það skeið enda

 

Véfréttin er miðaldra kona með sigin brjóst
undir blússunni, eins og alltaf

Hún ýtir sófanum frá veggnum
og smalar okkur inn, systur á eftir systur

Í keðju, handfljót vindur hún okkur
eins og naflastreng af hálsi

Inni í göngunum seytlar svartolía
Uppi brenna borpallarnir ásamt þeim

sem hlekkjuðu sig þar. Allar eru hér,
þekkjast á flúruðum kvið og sviðnum iljum

Þegar ljós kemur í opið látum við ropa
setjum kálblöð á brjóst hver annarrar

Vel heppnuð aðgerð, kortlögð í leyni
í lúsapóstum og saumaklúbbum

Heilu hillurnar í bókasöfnum heimsins
merktar fæðingarundirbúningur

Leave a comment