Mamma mun sjá eftir öllu saman
við skulum éta mold allra meginlandanna
og þá sér hún eftir öllu saman þegar
við springum
Að klæða okkur í notað:
misvel farin andlit, kjagaða skó
og ódýrustu
stökkustu
beinin
Pabbi gefur okkur nýtt þegar hann kemur
segir þú
bróðir
Troðfullur af salti því þú getur ekki grátið
söngröddin þín vaggandi í Golfstraumnum
fingrafarið þitt á tunglinu en hafsbotninn
ósnertanlegur eins og gyðja
eða hóra
Mamma þín saknar þín