Framandi, lifandi fegurð – Lofsamlegur dómur Lestrarklefans um Lausaletur

Lestrarklefinn, sá öflugi grasrótarsprottni bókmennta- og menningarmiðill, rýnir í Lausaletur í dag og er umsögn Sjafnar Asare vægast sagt lofsamleg.

Höfundur hefur sérstakt lag á tungumálinu, hún skapar nýjar og frumlegar setningar og blandar þeim við gamlar. Hún vekur upp umhugsun og kallar fram fegurð með hárnákvæmlega staðsettum orðum, með eyðum sem þarf ekki að fylla í og stuttum köflum sem endurspegla hugrænt ástand persónanna. Þetta er bók sem þarf hundrað prósent að lesa oftar en einu sinni, og er ég viss um að meistaralega sköpuð fléttan nýtur sín betur í hvert skipti.

Lesa dóminn í heild sinni

Ég er upp með mér, roðna jafnvel aðeins og þakka bara pent og innilega fyrir mig.

Leave a comment