Leikverk

Þórdís var leikskáld Borgarleikhússins leikárið 2019-2020, þar sem hún vann að verki með vinnutitilinn Jamaica Farwell.

Þensla, 40 mínútna leikverk, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í janúar 2019, eitt þriggja styttri leikverka eftir unga höfunda sem fengnir voru til að skrifa verk fyrir húsið. Verkin voru sýnd saman undir yfirskriftinni NÚNA 2019, í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur.

20190103-_dsc7791

Agnes er búin að fylla stofuna af hitalömpum og rakatækjum. En það er samt ekki út af þessu sem Egill er að skilja við hana. Það er út af öðru … Þensla er leikverk um verstu gæludýr í heimi, spurninguna um ábyrgð okkar á öðru fólki og hvort sektarkennd sé stundum eintómt sjálfsdekur.

Skýr rammi verksins rúmaði einstaklega vel framvinduna sem dansaði með framúrskarandi hætti á brún fáránleikans.
Silja Björk Huldudóttir, Morgunblaðinu

Hugmyndin er smellin og leikverkið blómstrar með hnyttnum innskotumÁhorfandinn fer endurnærður út úr leikhúsinu og hlakkar til að fara í næsta skipti.
Sigríður Jónsdóttir, Fréttablaðinu

Screenshot 2018-08-23 12.32.22