Quote

Hryllingurinn að fljóta

ABA25D80-B1E0-A6BA-64262FD8598B7A32_1

Tvö hundruð stundir, myrkur, farþegaskipið Gunnar Myrdal; allt í kringum gamla manninn söng flæðandi vatn dularfullan söng innan í málmpípum. Þar sem skipið skar opinn svartan sjóinn austan af Nova Scotia tók það mjúkar dýfur til hliðar frá stafni til skutar, eins og því væri, þrátt fyrir stórkostlegt stálþrekið, eitthvað órótt og kynni bara að sigrast á vatnsfjöllunum með því að skera hratt í gegnum þau; það var eins og stöðugleiki skipsins væri ekki tryggður nema með því að breiða þannig yfir hryllinginn sem felst í því að fljóta. Því fyrir neðan var önnur veröld – vandamálið snerist um það. Aðra veröld sem hafði rúmtak en enga lögun. Á daginn var sjórinn blátt yfirborð og bárufaldur, raunhæft siglingarviðfangsefni, og þá var hægt að horfa fram hjá vandamálinu. Á nóttunni fór hugurinn hins vegar af stað og stakk sér niður í gegnum þetta eftirgefanlega – þetta argandi einmana – tóm sem þung stálskip sigla ofan á, og í hverri fljótandi öldu gat maður séð afskræmt hnitakerfi, gat maður séð hversu innilega og eilíflega manneskja væri glötuð ef hún endaði sex faðma undir yfirborðinu. Á þurru landi var enginn slíkur z-ás. Að vera á þurru landi var eins og að vera vakandi. Jafnvel þótt maður væri í ókannaðri eyðimörk gat maður alltaf hent sér á hnén og barið jörðina með krepptum hnefa og jörðin myndi ekki gefa eftir. Vissulega hafði hafið líka yfirborð vökunnar. En hver einasti punktur á þessu yfirborði var punktur þar sem hægt var að sökkva og með því að sökkva – hverfa.

Jonathan Franzen, The Corrections

Quote

Dauðinn og geðveikin

Líkamlegir sjúkdómar og andleg veikindi eru það tvennt sem mannkynið óttast mest. Fyrir kvíðasjúklinga, þar sem óttinn verður sjálfkrafa áberandi, virðist það velta á persónuleika hvers og eins hvor óttinn verður ofan á. Besta prófið til að skera úr um það er ofsakvíðakastið, þar sem sumir sannfærast um að þeir séu að deyja en aðrir um að þeir séu að ganga af göflunum.

Daniel Smith, Monkey mind

Quote

Hugmyndafræðin um að opna út


A three-toed tree sloth hangs from the trunk of a tree in the jungle on the bank of the Panama Canal

Vertu opin fyrir sjónarmiði annarra. Næst þegar einhver segir þér eitthvað sem þú trúir ekki eða ert ósammála prófaðu að gefa sjálfri þér tækifæri til að ímynda þér að það sé satt. Þetta er næstum því eins og þú gerðir þegar þú varst lítil: hugsaðu þér að það væru til ímyndaðir heimar eða að tannálfurinn sé til. Breyttu bara um stillingu á eyrunum og heilanum, stilltu af „örugglega ekki“ yfir á „kannski“. Þegar þú tekur eftir því að þú ert að hafna einhverju fyrirfram, hættu því þá og gefðu sjálfri þér leyfi til þess að prófa að ímynda þér annað sjónarmið. Sama hvað heilinn streitist mikið á móti.

Ástundaðu að vera opin

Quote

Verkjalyf við ótta og illsku

blue_red_pill3

Then in a similar, separate experiment, they primed the subjects by having them watch video clips. They either watched The Simpsons or a film by surrealistic neonoir writer/director David Lynch, in which humans with rabbit heads wander an urban apartment muttering non sequiturs. They then passed judgement on people arrested in a hockey riot. Again, the people in the existential mindset imposed harsh sanctions, but the people who’d watched The Simpsons were lenient. If they’d taken Tylenol first, though, the David Lynch-induced anxiety was apparently blunted. They recommended the same sanctions as the Simpsons-primed group.

James Hamblin, “What’s Tylenol doing to our minds?”

Quote

Nótt á sumarauka

Gamla sagan, Bruno Schulz 1920-22

Gamla sagan, Bruno Schulz 1920-22

Það er á allra vitorði að stundum ber við í rás hversdagslegra og viðburðasnauðra ára að hinn mikli sérvitringur, Tíminn, geti af sér önnur ár, frábrugðin, örlát ár sem auka við sig þrettánda mánuðinum líkt og sjöttu tá á fæti af einskærum duttlungum.Við nefnum duttlunga af ráðnum huga, enda nær þrettándi mánuðurinn sjaldan fullum þroska. Eins og barn fætt af roskinni móður er hann rýr að vexti. Hann er örverpi Tímans, hálfvisinn sproti, fremur hugmynd en veruleiki.

Sök á þessu fyrirbæri eiga sumur sem hrörna fyrir aldur fram, en þrjóskast við í lostafullum dauðateygjum. Stundum ber við að ágúst sé liðinn til loka og þó haldi gamall og gildur stofnreður sumarsins áfram að geta af sér afkvæmi af gömlum vana og úr morknum viði hans spretti svokallaðir krabbadagar, illgresisdagar – þessi geldingslegu viðrini sem getin eru líkt og af hálfum huga: kyrkingslegir, tómlegir og einskisnýtir dagar – hvítir dagar sem virðast ævinlega furðu lostnir og eru gjörsamlega út í hött. Þeir spretta óreglulega og á misháum stönglum, eru formlausir og þó samstæðir líkt og fingur á hendi vanskapnings, stúfar krepptir í hnefa.

Sumir líkja þessum dögum við apókrýfur, leynilegan texta sem lætt er inn milli kaflanna í höfuðbók ársins – einskonar steinprent sem skotið hefur verið milli blaðsíðna – líkja þeim við hvítar óprentaðar arkir sem augu full af lesmáli og minnug sköpulags orða geta þakið ímynduðum litum og myndum sem smám saman blikna á auðum síðunum, ellegar notið hlutlausrar hvíldar áður en haldið er áfram að vænast nýrra ævintýra af nýjum köflum

Æ þessi gamla glunaða rómantík árstíðanna, þessi þykki og lúði almanaksdoðrant! Hann hírist einhversstaðar gleymdur og grafinn í skjalasafni Tímans, og innihaldið vex milli spjaldanna, þrútnar stöðugt af málæði nýrra mánaða, af sífrjórri lygi og slúðursögum, og af draumum sem stöðugt auka kyn sitt. Og þegar ég færi þessi ævintýri í letur, þessar endurskoðuðu frásagnir af föður mínum á margnotaðar spássíur textans, skyldi ég þá ekki ala þá lendu von í brjósti að þær muni eitt sinn hverfa að fullu niður í gulnandi síður þessarar glæstu og lúðu bókar, að þær muni sökkva í hljóðlátt skrjáf blaðanna og verða þar að engu?